Líparitnáman í umhverfismat

26.11.2008

Líparitnáma Sementsverksmiðjunnar hf við Miðsandsá í Hvalfirði sem í daglegu tali kallast náma III innan verksmiðjunnar var tekin í notkun fyrir 20 árum. Nú stendur til að hefja vinnslu á nýrri vinnsluhæð í námunni og er gert ráð fyrir að efnismagn frá því þrepi dugi verksmiðjunni næstu 15 til 20 árin.
 
Samkvæmt breytingum á lögum um nátturuvernd nr. 44/1999 sem kom til framkvæmda 1. júlí 2008 er efnistaka úr námum óheimil, nema að fengnu framkvæmdaleyfi sveitastjórnar skv 27. gr skipulags og byggingarlaga nr 73/1997. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að líparitnáman sé matsskyld, en ástæða þess er sú að fyrirhugað efnismagn sem vinna á í námunni er mun meira en 50.000 m3, en þar liggja viðmiðunarmörkin sem segja til um hvort námur eru matsskyldar eða ekki.
 
Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hefur unnið að rannsóknum og framtíðarskipulagi á þessu nýja vinnsluþrepi námunnar. Þau gögn sem fyrir liggja eftir hans vinnu nýtast nú við gerð umhverfismats.
 
Sementsverksmiðjan hefur nú samið við UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi um að taka að sér gerð umhverfismats. Áætlanir gera ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki næsta sumar. Komi ekkert óvænt upp á er gert ráð fyrir því að verksmiðjan fái framkvæmdaleyfi sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar um mitt næsta sumar að undangengnum úrskurði Skipulagsstofnunar varðandi mat á umhverfisáhrifum.
 

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar