Heillaóskir á afmælisári

16.10.2008

Sementsverksmiðjunni hefur borist vegleg listaverkagjöf með heillaóskum á afmælisári frá Jónasi Guðmundssyni á Bjarteyjarsandi.
Myndin er máluð af Rebekku Gunnarsdóttur og sýnir athafnasvæði líparítvinnslunnar í Hvalfirði og umhverfi þess, bæinn að Þyrli og tilkomumikil fjöllin í kring séð af sjó.
Fyrirtæki Jónasar Guðmundssonar hefur annast vinnslu líparíts fyrir Sementsverksmiðjuna frá árinu 1988. Samvinna verksmiðjunnar við Jónas og fyrirtæki hans hefur verið ákaflega farsæl frá fyrstu tíð og er það von okkar að þannig verði það áfram um ókomin ár.
Sementsverksmiðjan þakkar Jónasi fyrir höfðingskapinn og ánægjulega samvinnu og óskar listamanninum til hamingju með verkið.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar