Matthea Kristín Sturlaugsdóttir lætur af störfum

06.08.2008

Í lok seinasta mánaðar lét af störfum Matthea Kristín Sturlaugsdóttir. Matthea hóf störf hjá Sementsverksmiðjunni 1965 og hefur því starfað hjá verksmiðjunni í um 43 ár. Lengst af starfaði hún sem fulltrúi framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar og sinnti því um árabil ýmsum trúnaðarstörfum, meðal annars er lúta að yfirstjórn og stjórn fyrirtækisins.
 
Matthea hefur reynst Sementsverksmiðjunni mjög góður starfskraftur auk þess að vera skemmtilegur og góður vinnufélagi. Stjórn og stjórnendur Sementsverksmiðjunnar vilja þakka Mattheu óeigingjarnt starf í þágu verksmiðjunnar í áratugi. Samstarfsfólk og vinir þakka Mattheu fyrir ánægjulegt samstarf með ósk um áframhaldandi farsæla framtíð.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar