Nokkur almenn atriði um sement

Sement, nánar tiltekið vatnsbindandi sement eða hýdrólískt sement, er eins konar bindiefni, sem nota má til þess að binda saman sand og eða möl svo að úr verði manngerður steinn, sem nefndur er steinsteypa eða múr eftir því sem við á. Á sumum erlendum tungumálum, eins og ensku, getur hins vegar orðið sement eitt sér haft víðari merkingu og er stundum notað yfir ýmis konar lím.

Þegar vatnsbindandi sement er blandað vatni myndar það efju, svonefnda sementsefju, sem að nokkrum tíma liðnum storknar og harðnar síðan og verður að steini, sementssteini, sem oft er þó talað áfram um sem efju, þ. e. harðnaða efju. Þessu valda efnahvörf vatns og virkra efnishluta sementsins.

Portlandsement

Sá flokkur sements sem er langþýðingarmestur á heimsvísu er nefndur portlandsement. Hinar ýmsu tegundir portlandsements eru framleiddar í gífurlegu magni. Samsetning hreins portlandsements er að um 90 hundraðshlutum til blanda efnasambanda súrefnis við málmana kalsíum (Ca), ál (Al) og járn (Fe) auk kísils (Si). Víðast erlendis fæst kalsíum úr kalksteins- eða krítarjarðlögum en hin efnin úr leir og sandi.

Hafa samband

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Nánari upplýsingar