
Sementsverksmiðjan ehf
Allt frá landnámstíð olli það vandkvæðum á Íslandi að ekki var til nægilega auðnotað varanlegt byggingarefni í landinu sjálfu. Bygging Sementsverksmiðju ríkisins og góð framleiðsla hennar hefur átt drjúgan þátt í því að efla og auka varanlega mannvirkjagerð, svo sem húsbyggingar, hafnarmannvirki, vegi og ótalmargt annað, sem stuðlar að betra lífi og afkomuöryggi fólksins í landinu.
Verksmiðjan var reist á Akranesi á árunum 1956-1958 og tók til starfa síðla árs 1958. Allur vélbúnaður verksmiðjunnar var fenginn frá fyrirtækinu F.L. Smidth & Co A/S í Kaupmannahöfn.
Íslenskt sement keypti verksmiðjuna af ríkinu í október 2003.
Á árinu 2012 var hafinn innflutningur á sementi frá norska sementsframleiðandanum Norcem AS. Norcem AS er í eigu HeidelbergCement sem er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði fylliefna, sementsframleiðslu og steypugerðar. Í dag er Sementsverksmiðjan í eigu Heidelbergsement ásamt innlendum fjárfestum þar sem Heidelbergsement er meirihlutaeigandi.
Þrjár sementstegundir frá Norcem eru markaðssettar á Íslandi, Standardsement FA, Industrisement og Anleggsement.
Hjá Sementsverksmiðjunni starfa um 5 manns.
Sementsverksmiðjan ehf
Mánabraut 20
300 Akranes
Sími 430-5000 Fax skrifstofu 430-5001
Fax sementsafgreiðslu 430-5051
sement@sement.is
Kennitala: 5602695369