
Geymsla og pökkun
Sementsverksmiðjan ehf tekur við lausu sementi úr skipum og því er síðan dælt upp í sementsgeyma. Á Akranesi eru fjórir sementsgeymar, sem taka 4000 tonn af sementi hver. Á Akureyri er einn 4000 tonna geymir.
Pökkun sements í 20 kg sekki er framkvæmd af BM Vallá í Garðabæ og fer afhending á pökkuðu sementi fram þar. Í Sementsverksmiðjunni á Akranesi er aðstaða til að afgreiða sement í stórsekkjum sem taka allt að 1,5 tonn hver. Einungis Anleggsement er pakkað í 20 kg sekki, en hægt er að afgreiða allar tegundir í stórsekkjum.
![]() |